29.11.1952
Efri deild: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1148 í B-deild Alþingistíðinda. (1416)

139. mál, lax- og silungsveiði

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég hef hlustað á rök hv. frsm. fyrir því, að hann vill ekki taka inn nein ný ákvæði í sambandi við tekjur af laxveiði til að standa undir kostnaði, og mun ég ekki gera það að neinu ágreiningsatriði og fylgja frv., þó að n. hafi ekki séð sér fært að fallast á það. Ég ætla hins vegar að koma fram með brtt. við 3. umr. sem bráðabirgðaákvæði um að fyrirskipa, að ríkisstj. láti endurskoða l. fyrir samkomudag næsta reglulegs Alþ., og geri ráð fyrir því, að hv. n. geti fallizt á slíka breytingu, sem ætti ekki að valda neinum ágreiningi í sambandi við þetta mál.