04.12.1952
Neðri deild: 34. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1159 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

140. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Frsm. (Eiríkur Þorsteinsson):

Herra forseti. Eins og sést í grg. fyrir frv. og ég gat um í framsögu fyrir því við 1. umr., er það flutt eftir ósk samgmrn. af sjútvn. N. hefur leitað umsagnar Fiskifélags Íslands um frv. og athugað einstakar greinar þess, og að þessu loknu sá hún ekki ástæðu til að gera nema tvær smábreyt. við frv., sem sjá má á þskj. 332. Annað er aðeins áherzluorðsinnskot, en í 5. gr. færist 10 þús. upp í 20 þús., þannig að stjórnin geti ákveðið bótagreiðslur allt upp að þeirri upphæð. leggur svo n. til, að frv. verði samþ. svo breytt.