11.12.1952
Neðri deild: 38. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1167 í B-deild Alþingistíðinda. (1476)

153. mál, eignarnámsheimild á hluta úr Breiðuvík í Rauðasandshreppi

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. N. kynnti sér nokkuð, hvernig ástatt er um þessa jörð og til hvers á að nota hana, og er þeirrar skoðunar, að heppilegra sé, að þessi stofnun, sem þarna er verið að reisa, hafi umráð yfir jörðinni allri. Og er það sakir þeirra mannvirkja og umbóta, sem í ráði er að gera í þágu þessarar stofnunar, sem á jörðinni á að reisa, að slíkt er talið nauðsynlegt.