05.12.1952
Neðri deild: 35. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1175 í B-deild Alþingistíðinda. (1524)

161. mál, eignarnám Svínadals í Kelduneshreppi

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þetta frv., sem flutt er af hv. þm. N-Þ., og leggur til einróma, að það verði samþykkt óbreytt. Eins og tekið er fram í grg. fyrir frv., er það flutt í samráði við hreppsnefnd Kelduneshrepps. Samkvæmt veðmálabókunum virðist jörðin Svínadalur síðan á árinu 1914 hafa verið eign félags í Englandi. Í seinni tíð mun þetta félag ekki hafa haft nein veruleg afskipti af jörðinni og tilvera þess jafnvel dregin í efa. Að undanförnu mun ekki hafa verið búið á þessari jörð, en hún mun þó hafa verið nytjuð. Allshn. leggur einróma til, að frv. verði samþ. óbreytt.