04.11.1952
Neðri deild: 20. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í B-deild Alþingistíðinda. (1664)

118. mál, hundahald

Forsrh. (Steingrímur Steinþórsson):

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að ræða um þetta mál, enda ástæðulaust. En bara út af ummælum frsm. hv. landbn. vil ég taka það fram, að það var ekki að öllu leyti rétt eins og hann skýrði þetta, vegna þess að hér er bara um helmild að ræða. Þetta hefur verið 2 kr. skattur til ríkisins á hvern hund áður, en hér með er þetta gert að heimild og lagt í hendur sveitarfélaga að mega innheimta skatt af hundum, en það er alveg í þeirra vald lagt, og það er í raun og veru meginbreyt., sem er hér í frv. Þessi 2 kr. innheimta af hundum er náttúrlega orðin svo hlægileg, að það tekur því varla að hafa það í l., og af þeim ástæðum var nú, að þetta var tekið upp á þennan hátt, að þau sveitarfélög, sem kærðu sig um, gætu skattlagt hundana. Og þá er heldur ekkert athugavert við það, þó að einhver lágmörk og hámörk séu sett í sambandi við slíka heimild.

Það var ekkert annað, sem ég vildi taka fram, af því að mér virtist þetta ekki koma alveg rétt fram hjá hv. frsm., hvað væri meginatriði frv. eins og það er lagt fyrir. En öll þessi gömlu ákvæði um þetta eru orðin löngu úrelt, eins og ekki er nú í raun og veru undarlegt.