16.01.1953
Efri deild: 50. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í B-deild Alþingistíðinda. (1719)

127. mál, menntaskóli

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það er einungis til þess að afla mér frekari fræðslu. Er það þá ekki rétt skilið, að hv. þm. N-M. vilji láta málið afskiptalaust vegna þess, að hann telji, að með frv. sé verið að beita slíkri kúgun við borgara Akureyrar, að hann mundi telja það alveg óviðunandi, ef hann byggi þar sjálfur? (Gripið fram í.) Já, hv. þm. lýsti því yfir, að hann teldi það — ja, „fjandi hart“, sem er nú mjög óþinglegt orðbragð, ef hann væri Akureyringur, að vera þannig leikinn, en hann vill þó una því með afskiptaleysí sínu, að borgarar Akureyrar séu „fjandi hart“ leiknir. (Gripið fram í.) Er það ekki rétt skilið, að rökfærslan hjá þingmanninum sé þessi? (Gripið fram í.)