06.11.1952
Neðri deild: 21. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í B-deild Alþingistíðinda. (179)

2. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Atvmrh. (Ólafur Thors):

Um þetta hef ég ekkert að segja annað en það, að það er alltaf viðfelldnara að hegða sér eins og skynsamur maður, eins og vitiborinn maður, heldur en eins og fáráðlingur. Og í deilu smáþjóðar við stórþjóð er það alltaf meginatriðið að standa á svo öruggum rétti, að maður þori að horfast í augu við þann stóra og segja: Ég vík í engu frá minni merkingu. — En þá er líka bezt að standa á réttinum, og það er betra, að rétturinn sé öruggur, þó að einhver, einn sjómaður eða fleiri, hafi farið á mis við að veiða kampalampa, heldur en að þurfa að vera hikandi í deiluefninu. Fyrst er að hafa réttinn, og svo er að hafa þorið til að horfast í augu við hvern sem er.