15.12.1952
Efri deild: 40. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í B-deild Alþingistíðinda. (1805)

171. mál, eftirlit með opinberum sjóðum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Úr því að hv. alþm. hafa séð ástæðu til þess að bera fram brtt. við frv. eins og það er á þskj. 321, frá Bernharð Stefánssyni og Páli Zóphóníassyni, og hv. landbn. hefur fallizt á, að það væri rétt og eðlilegt að breyta þessum l., þá vildi ég skjóta því bæði til hv. fim. og til hv. landbn., hvort ekki sé ástæða um leið til að breyta því ákvæði l., að Alþ. skuli kjósa 3 menn til þessara starfa. Reynslan hefur sýnt, að þetta starf er ekki meira en svo, að það sé hægt að fela það einum manni, enda mun það sanna vera, að starfið hafi hvílt aðallega á einum manni, og þess vegna eðlilegt, úr því að l. eru nú til athugunar, að þessu verði breytt þannig, að ákveðið verði framvegis, að Alþ. kjósi aðeins einn mann í staðinn fyrir 3, eins og nú er ákveðið í l. — Mér þótti rétt að láta þetta koma fram, úr því að þessir ágætu hv. þm. hafa svona mikinn áhuga fyrir að breyta þessum l., sem hér er verið að ræða um.