02.02.1953
Neðri deild: 62. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1364 í B-deild Alþingistíðinda. (1976)

66. mál, leigubifreiðar í kaupstöðum

Frsm. minni hl. (Ásgeir Bjarnason):

Herra forseti. Ég gat þess hér við 2. umr. þessa máls, að hv. þm. V-Sk. og ég mundum bera fram brtt., ef þetta frv. næði fram að ganga hér í þessari hv. þd. — Þetta frv. er nú komið aftur til þessarar hv. d. og allmikið breytt frá því, sem það fór héðan úr d.

brtt., sem ég ber hér fram ásamt hv. þm. V-Sk., er á þá leið, að það komi samgmrn. í staðinn fyrir dómsmrn. í 2. mgr. 1. gr. Ég tel, að þetta sé fyrst og fremst samgöngumál og þess vegna, ef frv. nær fram að ganga, þá eigi samgmrn. að fjalla um þessi lög, en ekki dómsmrn., að öðru leyti en því, sem það kann að koma til þess kasta á annan hátt.

Ég tel, að þetta frv. sé bæði mikil og óvenjuleg skerðing á atvinnufrelsi manna, og legg því til eins og þegar í upphafi þessa máls, að það verði fellt. En þó tel ég til bóta, ef það nær fram að ganga, að verði samþ. þær brtt., sem við berum hérna fram og liggja fyrir á þskj. 704.