04.02.1953
Efri deild: 67. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1421 í B-deild Alþingistíðinda. (2090)

126. mál, Iðnaðarbanki Íslands

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil aðeins taka það fram út af því, sem hv. þm. Barð. sagði, að hér er ekki um það að ræða að ábyrgjast fyrir Iðnaðarbankann lán, heldur heimild til þess, að ríkisstj. taki handa bankanum lán og láni aftur bankanum. Það leiðir af sjálfu sér, að allar framkvæmdir um slíka lántöku verða að gerast af ríkisstj. og hennar umboðsmönnum. Verður því að sjálfsögðu ekkert í slíku gert, fyrr en stjórnin tekur málið til framkvæmda. Að öðru leyti vísa ég til þess, sem ég sagði áðan um fyrirætlanir núverandi ríkisstj.