29.01.1953
Efri deild: 58. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1535 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Forseti (BSt):

Það eru nú tveir menn enn á mælendaskrá, tveir af frsm. hv. n. Auk þess kom nú fram ósk um það, að n. gæti komið saman, og í þriðja lagi er mér kunnugt um það, að allmargir hv. þdm. þurfa að víkja af fundi, og verður því ekki hægt að halda málinu lengur áfram, en ég vil vænta þess, að hv. n. noti þá næsta morgun til að koma saman, því að málið verður á dagskrá aftur á morgun. Er umr. frestað og málið tekið af dagskrá.