17.10.1952
Efri deild: 10. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 34 í B-deild Alþingistíðinda. (22)

19. mál, tekjuöflun til íþróttasjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki margt að segja nú hér í þessu máli og ætla mér ekki að gera það, en það var aðeins eitt, sem ég vildi vekja athygli á, að þessir vinningar — eða réttara sagt gróðinn af þessum vinningum hefur nú um 4 mánaða skeið þegar verið skattfrjáls. Bráðabirgðalögin voru sett í júní, þá var í raun og veru komið á skattfrelsi, og það er hægt að miða við það, hvernig undir- tektirnar verða undir lögin, undir þessa vinninga og veðmálastarfsemi, þegar núna, eftir þetta sumar, þar sem það hefur verið í gangi, án þess að menn þyrftu að gera ráð fyrir, að þeir yrðu að borga skatt af því.