04.02.1953
Neðri deild: 66. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1564 í B-deild Alþingistíðinda. (2209)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Forseti (SB):

Það er hv. þm. kunnugt, að þessar till. hafa í raun og veru legið í nokkrar vikur fyrir hv. þd., svo að öllum hv. þm. hljóta að vera þær kunnar og þær geta ekki komið neitt flatt upp á þá. Hins vegar skal orðið við þeirri ósk hv. 5. þm. Reykv. eða komið til móts við óskir hans með því að fresta atkvgr. um málið um skeið. (Gripið fram í.) Það verður ekki orðið við þeirri ósk.