05.02.1953
Efri deild: 72. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1572 í B-deild Alþingistíðinda. (2222)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi skrifleg brtt. frá Bjarna Benediktssyni:

„1) 2. gr. orðist svo: „Til þess að framkvæma ákvæði 1. gr. er innflytjendum heimilt að leggja verðjöfnunargjald á olíu og benzín, sem keypt er til landsins, og sé upphæð þess við það miðuð, að gjaldið nægi til að greiða flutningskostnað á því magni, sem flytja þarf frá innflutningsstöðum til annarra sölustaða á landinu. Gjaldið skal greitt í sjóð, er sé í vörzlu innflytjenda.

Ráðherra setur í reglugerð fyrirmæli um framkvæmd verðjöfnunarinnar og meðferð verðjöfnunarsjóðs.

2) 3. og 4. gr. falli niður.“

Þessi till. er of seint fram komin, og verður að líta á hana sem skriflega, þó að hún sé nú reyndar sama till. og hér var borin fram áður. Þarf því tvöföld afbrigði.