05.02.1953
Efri deild: 72. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1573 í B-deild Alþingistíðinda. (2224)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil gjarnan minna hæstv. forseta á, að fyrir alllöngu var hér samþ. dagskrá, sem hæstv. forseti lýsti yfir að varla gæti komið til mála að bera upp, vegna þess að hún væri ekki sannleikanum samkvæm. Nú er hæstv. forseta kunnugt um, að af því, að sú dagskrá var samþ. hér, hafa orðið ýmiss konar vandræði í þjóðfélaginu, eins og alltaf verður, þegar menn segja ekki satt. Nú vildi ég spyrja hæstv. forseta að því, hvort ekki sé tvöföld ástæða til þess að víkja frá þeirri dagskrá, sem hér liggur fyrir. Annars vegar felst í henni mikið af ósannindum, og hins vegar hefur verið gerð tilraun til þess að visa þessu máli frá með rökst. dagskrá, sem var felld hér, og þessi dagskrá hér felur raunverulega ekkert í sér annað en tilraun til þess að vísa málinu frá á þennan hátt. — Vildi ég óska eftir að heyra álit forseta um það, hvort ekki sé réttara að vísa dagskrártill. frá.