05.02.1953
Efri deild: 72. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1573 í B-deild Alþingistíðinda. (2226)

40. mál, verðjöfnun á olíu og bensíni

Forseti (BSt):

Út af því, sem hv. þm. Barð. sagði, þá er þess að gæta, að ég bar sem forseti upp þá till. til rökstuddrar dagskrár, sem ég sem þm. taldi og tel enn að í fælust ósannindi að vísu. Það er deildarinnar að sjálfsögðu að skera úr því, hvort hún vill samþykkja ósannindi eða ekki, ef um ósannindi er að ræða. Það er ekki, að mér skilst, forsetans beint að ráða fyrir því, og er ekki yfirleitt gert ráð fyrir því í þingsköpum, að ósannindi séu samþykkt í Alþingi, og þar af leiðandi ekkert um það sagt, hvernig með skuli fara, ef till. um slíkt kemur fram. Ég tel því rétt að bera þessa dagskrártill. upp, en að sjálfsögðu meta hv. þdm. það, hvort þeir telja, að í henni felist ósannindi, og getur það þá haft áhrif á þeirra atkvæði.