03.02.1953
Efri deild: 66. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1596 í B-deild Alþingistíðinda. (2247)

98. mál, Búnaðarbankinn, byggingarsjóður verkamanna, lánadeild smáíbúðarhúsa o.fl.

Forseti (BSt):

Ég á nú sæti í fjhn. Ég man ekki eftir þessum loforðum, að málin skyldu endilega fylgjast að hér í hv. d., en hins vegar var lofað og vitað af öllum og yfirlýst af báðum þeim flokkum, sem styðja hæstv. ríkisstj., og e. t. v. fleiri flokkum fylgi við bæði þessi mál. Ég lofa því að taka hitt málið á dagskrá á næsta fundi. Það er sá munur á þessum tveimur málum, að annað er búið að ganga gegnum Nd., en hitt er í fyrri d., þetta mál hér. — Mér þykir þetta ákaflega undarlegur áburður af hv. þm. Barð., ef hann tekur ekki orð min trúanleg um þetta, að það verði ekki tafið fyrir málinu. Ég veit, að hæstv. fjmrh. ætlar ekki á neinn hátt að setja fótinn fyrir þetta mál, Iðnaðarbankann, heldur aðeins gefa yfirlýsingu.