03.02.1953
Efri deild: 66. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1597 í B-deild Alþingistíðinda. (2250)

98. mál, Búnaðarbankinn, byggingarsjóður verkamanna, lánadeild smáíbúðarhúsa o.fl.

Forseti (BSt):

Mér kemur nú allt þetta uppistand töluvert mikið á óvart. Hér lá fyrir við 2. umr. nál., undirskrifað af fulltrúum þriggja flokka í fjhn., — að vísu átti hv. Alþfl. ekki fulltrúa þar, — þar sem þeir, að sjálfsögðu í samráði við sína flokka, leggja til, að frv. verði samþ. með nokkurri breytingu, og þar af leiðandi var full ástæða fyrir mig sem forseta að álíta, að fullt samkomulag væri um málið, enda í raun og veru tími til að bera fram brtt. við 2. umr.