03.12.1952
Sameinað þing: 20. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í D-deild Alþingistíðinda. (2309)

70. mál, lánveitingar út á smábáta og vátryggingar smábáta

Frsm. (Eiríkur Þorsteinsson):

Herra forseti. Þessi till. hefur fengið jákvæða afgreiðslu í allshn. Nefndin var sammála um, að þetta væri velferðarmál, með því að mjög miklar líkur væru fyrir því, að smábátaútgerð færi í vöxt í sambandi við friðun landhelginnar, og í þeirri trú, að á grunnmiðin ætti eftir að aukast fiskgengd. Ég sé ekki ástæðu til að reifa málið að nýju, vegna þess að fyrsti flm. gerði það mjög ýtarlega við fyrri hluta umræðunnar, og þar sem n. hefur orðið sammála um afgreiðslu þess, leyfi ég mér að vísa til till. með grg. á þskj. 73 og svo til nál. á þskj. 291.