10.12.1952
Sameinað þing: 24. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (2322)

64. mál, jarðboranir

Frsm., (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Eins og getið er um í grg. þessarar till., þá var þessu máli fyrir alllöngu hreyft hér á Alþ. og borið þá á sínum tíma frv. fram um þetta efni.

Allshn. er einhuga um að mæla með samþykkt þessarar þáltill. og er þeirrar skoðunar, eins og hv. flm. lætur í ljós, að það sé í alla staði hyggilegt og rétt, að löggjöf um þetta efni verði sett svo fljótt sem kostur er á, þar sem hér er um mjög þýðingarmikið mál að ræða og getur valdið bæði tjóni og óþægindum, ef ekki er vel fyrir því séð frá byrjun, þar sem leitað er eftir hita. Þess vegna mega slíkar aðgerðir ekki eiga sér stað öðruvísi en full aðgæzla sé höfð. En löggjöfin, sem um þetta efni er, er það óljós og óáákveðin, að hún veitir alls ekki næga tryggingu fyrir því, að mistök geti ekki hent. Þess vegna er það, að löggjöf um svona efni verður að vera það ýtarleg og ljós, að ekki sé leyfilegt að hefjast handa öðruvísi, en með aðstoð kunnáttumanna, þegar í slíka eftirgrennslan eftir jarðhita er ráðizt.

Af þessum ástæðum mælir allshn. eindregið með samþykkt þáltill.