10.12.1952
Sameinað þing: 24. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 17 í D-deild Alþingistíðinda. (2323)

64. mál, jarðboranir

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu á þessu máli og vænti þess, að hæstv. ríkisstj. vindi bráðan bug að því að undirbúa þá löggjöf, sem hér um ræðir, því að þörfin er svo aðkallandi og svo mikil verðmæti í húfi, þar sem eru þær hitaveitur, sem þegar eru komnar upp, en jarðboranir eftir heitu vatni í nágrenni hitasvæðis þess, sem hitaveiturnar byggjast á, geta eyðilagt þessi miklu mannvirki, sem í liggja tugir milljóna.

Ég vil þakka n. og treysti hæstv. ríkisstj. til að hraða undirbúningi löggjafar um málið.