17.12.1952
Sameinað þing: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í D-deild Alþingistíðinda. (2543)

103. mál, hlutatryggingasjóður bátaútvegsins

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Við flm. þessarar till. til þál., sem hér er til umr., teljum í raun og veru eðlilegast, að hv. Alþingi hefði afgr. málið með því að samþ. till. okkar á þskj. 134 eins og hún er þar fram sett. En með tilliti til þess, að stjórn hlutatryggingasjóðsins hefur lýst því yfir, að hún sé byrjuð að endurskoða reglugerð fiskideildar hlutatryggingasjóðsins, og að í þeirri rökstuddu dagskrá, sem hv. allshn. leggur til að verði samþ., er lögð áherzla á, að þessari endurskoðun sé hraðað og að við hana sé sérstaklega tekið tillit til og höfð hliðsjón af þeim till., sem fram eru settar á þskj. 134, þá getum við flm. eftir atvikum vel við unað, að rökstudda dagskráin sé samþ.