17.12.1952
Sameinað þing: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 358 í D-deild Alþingistíðinda. (2830)

144. mál, risnukostnaður

Forseti (JPálm):

Út af þessari athugasemd hv. 3. landsk. þm. vil ég taka fram, að þingsköp hafa á engan hátt verið brotin varðandi þessa fyrirspurn, því að hún hefur verið á dagskrá hvað eftir annað, en hæstv. forsrh., sem fyrirspurnin var send, bað um frest í upphafi, og núna síðustu dagana hefur hann verið algerlega forfallaður út af síendurteknum störfum varðandi verkfallsdeiluna og er það mjög í dag, og það mætti hv. 3. landsk. þm. telja gilda afsökun. Ef það hefði ekki verið, þá hefði þessi fyrirspurn verið á dagskrá í dag, eins og hún var síðast. Ég gerði ráð fyrir, að henni yrði svarað þá, en vegna augljósra forfalla hæstv. forsrh. þá og eins nú verður það að bíða, að þessari fyrirspurn sé svarað, þangað til hæstv. ráðh. er við því búinn. Og ég vænti þess, að hv. fyrirspyrjandi taki þessa afsökun góða og gilda.