11.12.1952
Neðri deild: 38. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 2 í C-deild Alþingistíðinda. (2866)

87. mál, prófesorsembætti í læknadeild háskólans

Frsm. meiri hl. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. er stjórnarfrv., og er efni þess að skipta þeirri kennslu, sem einn prófessor í læknadeild háskólans hefur nú, í tvennt, þ. e. a. s. stofna nýtt embætti í lífeðlis- og lífefnafræði. Þessi ósk er rökstudd allýtarlega í grg. frv.

Menntmn., sem hafði málið til meðferðar, fékk þann háskólakennara, sem hér á hlut að máli, á fund, og útskýrði hann málið og svaraði spurningum. Þær kennslugreinar, sem hann hefur haft með höndum að undanförnu, eru orðnar svo umfangsmiklar, að ótækt þykir að ætla það einum manni. — Meiri hl. menntmn. leggur til, að þetta stjórnarfrv. verði samþ.