30.01.1953
Efri deild: 60. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í C-deild Alþingistíðinda. (2942)

145. mál, skipun læknishéraða

Forseti (BSt):

Það hefur nú enginn kvatt sér hljóðs. (Gripið fram í.) Ef hv. þm. hefur till. að gera viðvíkjandi meðferð málsins, þá væri rétt, að það væri tekið sérstaklega. (Gripið fram í.) Hv. þm. Barð. tekur til máls, en ég óska þess, af því að fundartíminn er í raun og veru liðinn, að það sé tekið sérstaklega, ef það er um meðferð málsins, en ekki farið út í efnið nú.