30.01.1953
Efri deild: 60. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 71 í C-deild Alþingistíðinda. (2944)

145. mál, skipun læknishéraða

Forseti (BSt):

Það var fyrir tilmæli, að ég tók þetta mál á dagskrá, ætlaði að hafa það á þeirri dagskrá, sem útbýtt var prentaðri, en það hafði nú fallið niður á skrifstofunni. Mér skildist að um þetta væri samkomulag. (Gripið fram, í: Það er fimmklofin nefnd.) Það virðist nú vera þvert á móti. (Gripið fram í.) En það er líklega ekki fleiri nál. að vænta samt. Ég lít nú svo á, að tvö séu komin í sjálfu sér. Mun ég verða við þessum tilmælum. Er umr. frestað og málið tekið út af dagskrá.