09.12.1952
Efri deild: 37. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 161 í C-deild Alþingistíðinda. (2994)

33. mál, áfengislög

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Eins og ég hef sagt í mínu nál., þá tel ég, að það eigi að afgreiða frv. á þessu þingi. Enn fremur, að það sé æskilegast að afgr. það í svipuðu formi eins og ég legg til eða þm. Barð. Hins vegar hefur mér virzt andinn vera sá, að móti okkar till. væru mjög margir, og þá er skárra að láta það vera eins og það er núna heldur en að samþ. hið nýja frv., sem fyrir liggur, í líku formi sem það er eða eins og þm. Seyðf. vill hafa það. Enn fremur er vitað, að meiri hl. deildarinnar er með rökstuddu dagskránni, ef deildin væri fullskipuð, og þess vegna tek ég ekki þátt í þessari afgreiðslu.