02.12.1952
Neðri deild: 33. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (323)

9. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. meiri hl. (Sigurður Ágústsson):

Herra forseti. Frv. það á þskj. 9, sem hér er til umr., er framlenging á ákvæðum laga nr. 106 1951 varðandi innheimtu vörumagnstolls og verðtolls á árinu 1953. Meiri hl. fjhn. hefur gefið út nál. á þskj. 301, þar sem hann mælir með því, að frv. verði samþ. Minni hl., hv. 2. þm. Reykv., hefur lagt fram sérstakt nál. á þskj. 326, þar sem hann lýsir andstöðu sinni við 1. gr. frv. Með þeim kröfum um fjárhagsleg útgjöld, sem gerðar eru á hendur ríkissjóði í æ ríkari mæli, verður ekki séð, að hægt sé að mæla með því að fella af 1. gr. frv. Meiri hl. n. leggur því eindregið með því, að frv. verði samþ.