08.10.1952
Neðri deild: 5. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í B-deild Alþingistíðinda. (330)

10. mál, áburðarverksmiðja

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það var ákveðið á sínum tíma, að efnahagsaðstoð frá Bandaríkjunum á tímabilinu frá 1. júlí 1951 til jafnlengdar árið 1952, þ.e.a.s. til jafnlengdar þetta ár, skyldi nema 51/2 milljón dollara. Það varð að samningum, að 1 milljón dollara af þessari fjárhæð yrði veitt sem lán, en hitt sem óafturkræft framlag, og er þetta sízt tiltölulega meira lán af allri fjárhæðinni, heldur en tíðkast að veita yfirleitt. Þegar þessir samningar tókust, þá var ekki fyrir hendi löggjöf frá hv. Alþingi til þess að ganga frá láninu, en gripa varð þá til þess að gefa út brbl. Þó að það sé heldur óvenjulegt um lántökur að grípa til brbl., þá þótti það mikið vitað um þingviljann, að ríkisstj. taldi það óhætt. Var það þess vegna gert og lánið tekið samkv. brbl., og það frv., sem hér liggur fyrir, er til staðfestingar á þeim brbl. — Ég leyfi mér að óska eftir, að málinu verði vísað til fjhn. að aflokinni umr.