10.12.1952
Sameinað þing: 24. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í C-deild Alþingistíðinda. (3355)

180. mál, tollskrá o. fl.

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af iðnn. óskiptri. Það er að vísu rétt, að hv. þm. V-Húnv., sem á sæti í n., var forfallaður — gat ekki mætt á þessum fundi. Hins vegar hafði málið verið rætt á einum eða tveim fundum áður í n., og hafði hann þá ekki hreyft því þar, að málið heyrði undir fjhn. fremur en iðnn.

Ég býst við, að það sé mjög óvenjuleg aðferð í þingi, að máli, sem flutt er af n. óskiptri, sé vísað til annarrar n. Ég fyrir mitt leyti tel enga ástæðu til þess og tel sjálfsagt og rétt, að málið gangi venjulega leið, án þess að því sé vísað til einnar eða annarrar n. að nýju.