16.10.1952
Efri deild: 9. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 513 í C-deild Alþingistíðinda. (3453)

63. mál, húsaleiga

Frsm. (Rannveig Þorsteinsdóttir):

Herra forseti. Frv. þetta er flutt af allshn., og hefur n. tekið að sér fyrir hæstv. forsrh. að flytja það, en n. hefur í heild algerlega óbundnar hendur um frv. og um afstöðu til einstakra greina þess.

Þetta frv. var flutt á síðasta þingi af allshn. Nd., en það kom fram seint á þinginu. og mun mjög lítið hafa verið að málinu unnið á því þingi. Var frv. samið af n., sem hæstv. félmrh. skipaði og í áttu sæti Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri, formaður, Hannes Pálsson frá Undirfelli, Magnús Jónsson héraðsdómslögmaður, Ólafur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri framfærslumála Reykjavíkurbæjar og Þórður Björnsson bæjarfulltrúi. Ég mun ekki gera neina grein fyrir frv. hér. Það mun verða gert af öðrum, en þar sem allshn., sem flytur frv., hefur ekki tekið neina afstöðu til málsins, tel ég sjálfsagt, að milli umr. verði málið til athugunar hjá henni. — Ég legg svo til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr.