29.11.1952
Efri deild: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í C-deild Alþingistíðinda. (3503)

69. mál, kaup á togurum og togveiðibát

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Það var mikið rætt um þetta mál við 2. umr., og það kom greinilega fram, að hér í d. er meiri hluti fyrir því að breyta frv. í veigamiklum atriðum. Ég er því að láta hreinrita brtt., sem ég tel að hljóti að ná samþykki, eftir því sem umr. og atkv. féllu hér siðast. Sú brtt. er í þá átt að bæta aftan við 1. gr. sams konar till. og var felld á dögunum, en þó á þann veg, að þau réttindi, sem þar átti að veita hverjum aðila á staðnum, sem ríkisstj. teldi hæfan til útgerðar, ættu að veitast sveitarfélaginu eða félagi, sem það væri þátttakandi í. Það má segja að þetta sé ekki veruleg breyting frá þeirri till., sem hv. 1. landsk. flutti hér síðast og ég lýsti þá yfir að ég mundi verða með að minni till. fallinni. Nú féll hún, og þó að ég telji þennan hátt lakari en mína till., þá tel ég hana þó mun betri en sjálft frv. og vil því leggja til, að slík brtt. verði samþykkt, og vonast til, að hæstv. forseti veiti mér færi á því að ljúka hreinritun á henni.