21.11.1952
Neðri deild: 30. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 202 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

10. mál, áburðarverksmiðja

Frsm. meiri hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. Frv. þetta var hér til 3. umr. á fundi d. í gær, en þá komu fram óskir um það frá tveim hv. þdm., að umr. yrði frestað og að fjhn. tæki það til athugunar á ný. Hæstv. forseti tók til greina þessar óskir og frestaði umr. Fjhn. hefur tekið þetta mál til umr. á fundi sínum í dag og þá einnig í sambandi við það þá brtt., sem hv. 2. þm. Reykv. hefur borið fram á þskj. 267.

Meiri hluti n. hefur ekki breytt um afstöðu í þessu máll. Meiri hlutinn telur, að það sé ekki rétt að samþ. þá brtt., sem fyrir liggur frá hv.

2. þm. Reykv., og vil ég í sambandi við þetta m.a. benda á það, að frv. er flutt hér til staðfestingar á brbl., sem hæstv. ríkisstj. gaf út í s.l. aprílmánuði, og hafa l. þessi þegar verið notuð við þá lánsútvegun, sem þar er um að ræða. M.a. af þeirri ástæðu, þá telur meiri hluti n., að ekki eigi að breyta þessu frv., heldur samþ. það eins og það liggur fyrir.

Meiri hlutinn telur einnig, að það mál, sem brtt. á þskj. 267 fjallar um, eigi ekki heima í l. um heimild til lántöku vegna byggingar áburðarverksmiðju og þess vegna væri það eðlilegra, að það mál væri tekið upp sem sérstakt mál á þingi. Meiri hlutinn leggur því til, eins og áður hefur komið fram, að frv. verði samþ. óbreytt.