31.10.1952
Efri deild: 19. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 606 í C-deild Alþingistíðinda. (3554)

106. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv., sem hér liggur fyrir, flytur fjhn. d. eftir beiðni hæstv. fjmrh. N. hefur ekki tekið afstöðu til einstakra atriða frv. eða þess sjálfs. Persónulega virðist mér frv. yfirleitt horfa til bóta. Hér eru dregin saman í einn stað fyrirmæli um aukatekjur, gjöld til ríkissjóðs. sem eru á dreif hér og hvar í löggjöf okkar. Hef ég við lauslegan samanburð tekið eftir því, að nokkur ný gjöld eru sett fram í frv., eins og t. d. viss leyfi, sem verður að greiða fyrir samkv. því. Einnig er töluverð hækkun ýmissa gjalda þar, eins og t. d. gjalda fyrir veðbókarvottorð, sem munu vera þrefölduð, og þinglesturs lágra skjala. T. d. er svo um þúsund króna veðskuldabréf, að þinglestursgjald þess mun hækka núna eitthvað sjöfalt. En yfirleitt má hér líka, einkum í 7. og 8. kafla frv., þar sem hækkun er nokkuð mikil víða, taka tillít til þess, að þar er aftur sleppt stimpilgjaldi, svo að gjaldandi þarf ekki í raun og veru að gjalda mikiu hærri fúlgu til ríkissjóðs heldur en áður var. Annars verða þessi atriði athuguð miklu nánar af n. fyrir 2. umr. málsins, en þar sem hæstv. fjmrh. er viðstaddur í d. og mun útskýra þetta mál frekar, sé ég ekki ástæðu til þess að orðlengja meira um það.