31.10.1952
Efri deild: 19. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 608 í C-deild Alþingistíðinda. (3557)

106. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það tíðkast nokkuð, að n. eru beðnar að flytja mál, og venjulega er þá sá háttur á hafður, að n. fara ekki vandlega yfir málin, áður en þær ákveða um flutninginn. heldur flytja málin með fyrirvara. Mér finnst rétt að gera það að reglu á hv. Alþ., ef það hefur ekki áður verið regla, að vísa öllum slíkum málum formlega til n., sem eru flutt af n. með þeim formála, sem þetta mál er flutt.