04.02.1953
Sameinað þing: 36. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1605 í B-deild Alþingistíðinda. (3656)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það eru nokkuð margir dagar síðan hæstv. ríkisstj. skýrði frá því, að það mundi vera von á tilboði frá brezku stjórninni í löndunardeilunni, sem Íslendingar eiga nú í við Breta. En það fylgdi sú skýring með, að skýrslum væri ekki komin enn þá frá brezku stjórninni og það stafaði af lélegum póstsamgöngum. Nú hefur verið talað um mjög lélegar póstsamgöngur hér innanlands, einkanlega við Hornafjörð og ýmis héruð austanlands, en mér fer að lítast þannig á, að það muni ekki vera betri póstsamgöngur við Bretland. Er mér farið að leiðast eftir að heyra eitthvað frá hæstv. ríkisstj. um þetta mikilsverða mál og vil nú vænta þess, að hægt sé að fá upplýsingar frá hæstv. ríkisstj., þar sem svona langt er um liðið, um þetta mjög svo þýðingarmikla mál. Ég get varla trúað því, að póstsamgöngurnar séu þann veg milli Íslands og Bretlands, að þessar upplýsingar liggi nú ekki fyrir, og langar til þess að vita um það frá hæstv. stjórn, hvort ekki er hægt að á vitneskju um þetta mál, hvernig það stendur í dag.