03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1606 í B-deild Alþingistíðinda. (3660)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Viðvíkjandi þessu, sem fram kom hjá hv. þm. Barð. um mál, sem hann talaði um og sagði að hefði verið vísað til samgmn. þessarar d., vil ég upplýsa það, að samgmn. hélt fund um þetta mál 23. jan. s.l. og samþykkti á þeim fundi að senda málið lil umsagnar Skipaútgerðar ríkisins og Eimskipafélags Íslands. Þetta var gert þegar að þessum fundi loknum og beðið um svar frá þessum aðilum sem allra fyrst. Þetta svar hefur ekki borizt enn og þess vegna fundur ekki haldinn um málið síðan, vegna þess að beðið var eftir þessum svörum.

Á þessum fundi voru 4 nm. viðstaddir, en hv. 4. landsk., sem á sæti í n., var ekki á fundi.

Hv. þm. ásakar n. fyrir meðferð á þessu máli. Ég verð nú að segja, að það að senda slík mál sem þetta til umsagnar þeirra aðila, sem það snertir á líkan hátt eins og þetta frv. gerir, hefur nú hv. þm. ekki alltaf álitið slæma meðferð á málum.