03.02.1953
Efri deild: 64. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (3665)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Nú skal ég ekki lengja mál mitt. En ég verð að skýra þennan misskilning, sem hér hefur verið milli mín og hv. þm. Barð. Við höfum verið nokkuð mörg ár saman á þingi, og hafi ekki málin verið með hraða, þau sem hann hefur flutt fram, afgr. í nefndum, þá hefur hann hingað til allajafna verið að klifa á því og áminna um að koma þeim fram. Þess vegna gat það verið, að ég hafi ekki uggað að mér, þegar ég fékk enga áminningu um þetta mál, og fannst þarna maður breyta vana sínum. En sem sagt, það var, að mér virðist, sameiginleg skoðun okkar nm., að heppilegast væri fyrir frv., að það hlyti þarna hægt og rólegt andlát og þyrfti ekki að hrekjast mjög mikið á milli manna meira, en það hafði gert. Þannig var þessu máli farið.