06.02.1953
Neðri deild: 69. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 1616 í B-deild Alþingistíðinda. (3697)

Starfslok deilda

forseti (SB):

Þá er dagskrá þessa fundar þrotin. Þar sem þetta verður síðasti fundur hv. þd. á þessu þingi, vil ég nota tækifærið til þess að flytja hv. dm. þakkir mínar fyrir ágætt og ánægjulegt samstarf við mig sem forseta á því kjörtímabili, sem nú er á enda. Því er stundum haldið fram af þeim, sem lítið þekkja til vinnubragða hér á þingi, að störf þingmanna mótist fyrst og fremst af illdeilum og persónulegu níði, en þessi skoðun á sér, að mínu viti, enga stoð í raunveruleikanum. Þrátt fyrir eðlilegan skoðanamun og andstæð sjónarmið í þjóðmálum er hér starfað saman af góðvild og einlægum vilja til þess að efla þjóðarheill. Þetta er oss sjálfum rétt og skylt að viðurkenna, og þetta á þjóðin að vita.

Þegar við skiljum nú, árna ég utanbæjarþingmönnum góðrar heimferðar og heimkomu og öllum hv. þdm. persónulegs velfarnaðar og heilla.