13.11.1952
Neðri deild: 25. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 217 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

17. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Jónas Rafnar):

Herra forseti. Frv. þetta er borið fram til staðfestingar á brbl. En samkvæmt ósk hv. þm. A-Húnv., sem er flm.brtt. á þskj. 121, hefur allshn. tekið frv. til athugunar að nýju. Eftir að hafa rætt málið allýtarlega í n. voru allir nm. sammála um það að mæla áfram með frv. óbreyttu. Frá því er Alþ. tók til starfa með núverandi fyrirkomulagi, hefur sú regla gilt að kenna þm. við kjördæmi í umr. á Alþ. Telja nm. ekki ástæðu til þess að breyta þeirri venju. — Ég tel nú ekki ástæðu til þess að fara fleiri orðum um þetta mál, en óska eftir því, að málinu verði vísað til 3. umr. að lokinni þessari umr.