03.10.1952
Efri deild: 3. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í B-deild Alþingistíðinda. (451)

7. mál, innheimta

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Undanfarin allmörg ár hafa ýmsir tekjustofnar verið innheimtir með viðaukum, svo sem eignarskattur, vitagjöld, aukatekjur, stimpilgjöld, gjald af innlendum tollvörutegundum. Þessi ákvæði hafa verið framlengd ár eftir ár. Eins og fjárlagafrv. ber með sér, sem lagt hefur verið fram, þá er enn þörf á, að ríkissjóður fái þessar tekjur, og er því með þessu frv. lagt til, að viðaukarnir verði framlengdir. — Ég leyfi mér að leggja til, að frv. verði vísað til fjhn. að lokinni umr.