05.12.1952
Neðri deild: 35. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

11. mál, tekjuskattsviðauki

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vildi leyfa mér að fara fram á það, að þessu máli væri ofur lítið frestað enn þá, a.m.k. á þessum fundi, þannig að það ynnist tími til þess að koma fram með brtt. Ég hafði flutt brtt. við þetta frv. við 2. umr., sem fór fram í gær, um það, að nokkuð væri linað á tekjuskattinum, sérstaklega væri gefið eftir þeim mönnum, sem hefðu 30 þús. kr. tekjur og þar undir. Enn fremur lágu fyrir till. um að reikna öðruvísi út vísitöluna, og liggja enn þá fyrir breyt. frá meiri hl. fjhn. um að íþyngja raunverulega almenningi með þeim útreikningi. Og mér þætti þess vegna vænt um, að það ynnist tími til þess að koma fram með brtt. um þetta, af því að þetta hefur verið tekið fyrir svo fljótt. En það væri hægt bara síðar á fundinum.