02.12.1952
Neðri deild: 33. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 307 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

13. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Ásmundur Sigurðsson:

Herra forseti. Ég gat þess í ræðu minni hér fyrr á fundinum, að söluskatturinn kæmi m.a. all illa við þá, sem þurfa að flytja inn og kaupa landbúnaðarvélar, og í samræmi við það hef ég lagt fram brtt., sem komin er í prentun, um að undanþiggja þær vélar söluskatti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um þetta atriði, vegna þess að það er ákaflega einfalt. Vegna þess að ekki er búið að útbýta till., þá vil ég leyfa mér, með leyfi hæstv. forseta, að lesa hana hér upp. Það er í fyrsta lagi við 1. gr., að í stað orðanna „2. og 3. gr.“ komi: 2. og 4. gr., — og svo önnur við 3. gr., að á eftir gr. komi ný gr., svo hljóðandi: Við a-lið 23. gr. laga nr. 100 1948 bætist: Landbúnaðarvélar.

Ég var búinn að benda á það áður, hversu mikil útgjöld það eru fyrir þá, sem þurfa að kaupa þessar vélar til sinna nota, að bæta þessum skatti ofan á, og ég vil leyfa mér að vænta þess, að hv. þd. sjái sér fært að gera þessa breyt. á lögunum. Þá vil ég leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa tili. og vænti þess, að hann leiti afbrigða fyrir henni.