22.01.1953
Neðri deild: 55. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (616)

88. mál, hitaveitur utan Reykjavíkur

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Herra forseti. Það er sakir þess, sem rætt var um þetta mál í gær. Hæstv. forsrh. beindi þeim óskum til allshn., að hún reyndi að kynna sér, hvort Ed. mundi breyta frv. aftur, ef því yrði breytt hér. Því miður get ég nú ekki fullyrt neitt um þetta. Ég hef að vísu átt tal við nokkra menn úr hv. Ed., þ. á m. form. allshn. þar og reyndar fleiri nm., og var einróma álit þeirra, að fyrir þessa breyt. mundi ekki verða hreyft við frv., svo að ég vil mega vænta þess, að þeirra hluta vegna sé óhætt að samþ. þá brtt., sem n. ber hér fram. Annars er það ekkert kappsmál af hálfu n., hvort þarna er 85% eða 80%.