26.01.1953
Sameinað þing: 32. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (725)

1. mál, fjárlög 1953

Forseti (JPálm):

Mér hafa borizt tvær skriflegar brtt. Sú fyrri, sem verður þskj. 622, er varatill. við brtt. á þskj. 603, tölulið 8, að aftan við töluliðinn bætist: „Til vara: Til flugvallagerða 1.720.000.“ Flm. er Jóhann Jósefsson. — Hin till., sem verður þskj. 623, er við tölul. 4, 15. gr. A. XXII. 1 (Leikfélag Reykjavíkur): „Fyrir „30.000“ kemur: 60.000. Til vara: 50 þúsund.“ Flm. eru Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein.

Þar sem ég geri ráð fyrir einni skriflegri brtt. enn þá, ætla ég að fresta því um stund að leita afbrigða fyrir þeim þskj., sem enn hafa ekki fengizt afbrigði fyrir.