27.01.1953
Sameinað þing: 33. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (744)

1. mál, fjárlög 1953

viðskmrh. (Björn Ólafsson):

Ég vildi mælast til við hv. fjvn., að hún tæki þessa till. aftur. Það hefur orðið nokkur misskilningur í þessu, því að í till. er tekið fram, að öll fjárveitingin sé til styrktar íslenzkum námsmönnum erlendis, en í þessari fjárveitingu er gert ráð fyrir 300 þús. kr., er gangi til lánasjóðs stúdenta hér við háskólann. Hins vegar er gert ráð fyrir, að 1.275 þús. kr. gangi til námsmanna erlendis, þannig að 875 þús. kr. veitist sem styrkur, en 400 þús. kr. sem hagkvæm lán, eins og greinin gerir ráð fyrir í frv., og þetta mun verða framkvæmt á þennan hátt, þótt frv. um styrktarsjóð námsmanna nái ekki fram að ganga á þessu þingi. En eins og kunnugt er, þá er það í n. enn þá.