27.01.1953
Sameinað þing: 33. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 718 í B-deild Alþingistíðinda. (748)

1. mál, fjárlög 1953

Emil Jónsson:

Herra forseti. Ég hef hugboð um, að þessi till. muni verða felld, ef hún verður borin undir atkv., þó að furðulegt sé, en það vil ég ekki láta koma fyrir, og þess vegna tek ég hana aftur eða við flm. í trausti þess, að um hana kunni þá að nást samkomulag síðar.

Brtt. 603,9 tekin aftur.

— 600,8.a samþ. með 34 shlj. atkv.

— 600,8.b samþ. með 39:2 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: ÓTh, PO, RÞ, SÁ, SG, SÓÓ, SkG, StgrSt, ÞÞ, ÁkJ, ÁB, ÁS, BSt, BBen, BrB, EOl, EirÞ, EmJ, EystJ, GG, GÍG, GTh, GÞG, HA, HG, HelgJ, HermJ, IngJ, JóhH, JG, JS, JR, JörB, KK, KS, LJóh, LJós, MJ, JPálm.

nei: SB, HV.

PZ, PÞ, StJSt, StgrA, BÓ, FRV, GJ, JÁ greiddu ekki atkv.

3 þm. (VH, AE, JJós) fjarstaddir. 2 þm. gerðu grein fyrir atkv.: