13.01.1953
Neðri deild: 49. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 725 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

198. mál, gengisskráning

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Í þeim nýju samningum, sem gerðir hafa veríð milli atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna, er gert ráð fyrir því, að verðlagsuppbót verði greidd með nokkuð öðrum hætti, en verið hefur. Ríkisstj. hefur látið undirbúa þetta frv., sem hér liggur nú fyrir. Efni þess er, að greiddar verði verðlagsuppbætur á laun opinberra starfsmanna eftir nákvæmlega sömu reglum og nú hefur um samizt milli atvinnurekenda og verkamanna. Þykir sanngjarnt, að opinberir starfsmenn njóti sömu verðlagsuppbóta og annað launafólk.

Ég vil leyfa mér að æskja þess, að málinu verði vísað til hv. fjhn. að lokinni umr.