27.01.1953
Neðri deild: 57. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 786 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

131. mál, sala jarðeigna í opinberri eigu

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Eins og d. er kunnugt, þá var vísað til n. frv. um sölu Grísarár í Hrafnagilshreppi, og jafnframt gat frsm. þess, að hann teldi æskilegt, ef landbn. vildi taka þessa jörð upp í frv. það, sem lá fyrir um sölu prestssetursjarða, Kollafjarðarness og Staðar í Steingrímsfirði, með fleiru. N. hefur orðið við þessum tilmælum, og eftir að hafa aflað sér upplýsinga um þessa jörð og fengið annað það, sem hún taldi sig þurfa, þá er n. sammála um þá brtt., sem er á þskj. 590 um það að taka þessa umræddu jörð upp í frv., og mælir með því við d., að hún samþ. þessa breyt.