14.10.1952
Efri deild: 8. fundur, 72. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

19. mál, tekjuöflun til íþróttasjóðs

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta er samhljóða brbl., sem útgefin voru í júní s.l. Fjhn. athugaði frv. og var sammála um að leggja til, að það yrði samþ. óbreytt. Er auðsætt, að því aðeins verður veðmálastarfsemin að verulegum tekjum fyrir íþróttasjóðinn, að þar séu vinningar, sem menn fái í bili, þannig að menn fái að halda þeim gróða, sem þar fæst, og missi ekki af miklu af því á því sama ári í tekjuskatt eða útsvar. Það getur farið svo, að mikill hluti af þeim vinning, sem fæst, fari upp í þau gjöld, og þá verður eftir litlu að slægjast, jafn- vel þótt heppnin sé með, og veðmálahluttakan verður þar af leiðandi sáralítil, eins og undanfarandi ár hefur sýnt, og þyrfti að ráða bót á þessu nú, svo að ekki verði þetta hér um bil tekjulaus stofnun fyrir íþróttasjóð. — Sem sagt, n. var sammála um að leggja til, að frv. þetta yrði samþ. óbreytt hér í deildinni.